fegurðin býr í fólkinu

12 Nov 2019

Síð­ustu orð Guð­jóns Sam­ú­els­sonar voru „fal­legt umhverfi er for­senda fyrir góðu sam­fé­lag­i“. Sjaldan hefur feg­urð verið okkur mann­fólk­inu jafn nauð­syn­leg og nú!

Nýr heims­veru­leiki boðar breytta tíma, hlýnun jarð­ar, bráðnun jökla, flutn­ingur fólks á milli heims­hluta vegna ham­fara, ætti fá alla ráða­menn heims­ins til að hugsa og koma fram með rót­tækar lausn­ir. Vanda­mál sam­tím­ans verða ekki leyst með lausnum for­tíð­ar.

Feg­urðin skiptir öllu máli fyrir fram­tíð­ina og eru síð­ustu orð Guð­jóns til vitnis um það. Í öllum stærð­argráðum okkar umhverf­is, hvort sem það er lands­lag (í skal­anum einn á móti 10.000), byggða­mynstur (1:5.000) skólar eða stofn­anir (1:1.000), borg­ar­rýmum eða götu­rýmum (1:500) mat­vöru­búðin (1:10), eða bara heima hjá okk­ur, nátt­borð­ið, bókin sem við lesum eða mat­ur­inn sem við borðum (1:1) – þá skiptir feg­urðin öllu máli.

Við stöndum á tíma­mótum þegar horft er til for­gangs­röð­unar fjár­magns. Nýr sam­göngu­samn­ingur ríkis og sveit­ar­stjórna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varpar ákveð­inni feg­urð á for­gangs­röðun fjár­magns í formi Borg­ar­línu. Borg­ar­línan er nefni­lega fjár­magn fyrir fólk og flæði okkar á milli. Því skiptir við­mót, hönn­un, umhverfi og upp­bygg­ingin öllu máli. Ríki og sveit­ar­stjórnir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa búið til ein­stakt tæki­færi til að setja fag­ur­fræði og fólk í for­gang.

Að sami sam­göngu­samn­ingur hafi birt orðið „Sunda­braut“ er fjár­hags­leg skekkja sem þarf að leið­rétta. Hér er verið að vasast með umdeilda for­tíðar lausn sem gengur ekki upp til fram­tíð­ar, hvorki fjár­hags­lega, umhverf­is­lega né sam­fé­lags­lega. Hún rímar ekki við neitt gott – og alls ekki fólk

Það þarf að staldra við og skoða stofn­ana­lands­lag okk­ar. Geta stofn­anir okkar brugð­ist við nýjum áskor­un­um? Hvernig er fram­tíð­ar­sýn og sköp­un­ar­kraftur virkj­aður í innviðum okk­ar? Vega­gerðin er t.d. veg­hald­ari þjóð­vega sam­kvæmt vega­lögum og hefur því for­ræði yfir vegi og veg­helg­un­ar­svæði, þar með talið vega­gerð, þjón­ustu og við­haldi vega. Vega­gerðin hefur skil­greint hlut­verk sitt á þennan hátt: „Að þróa og ann­ast sam­göngu­kerfi, á sjó og landi, á sem hag­kvæm­astan hátt með þarfir sam­fé­lags­ins að leið­ar­ljósi.“

Hér þarf að bæta inn orðum eins og „feg­urð, fólk, hönn­un, aðlað­andi umhverfi, skemmti­legt, gróð­ur.“ Að eitt­hvað sé hag­kvæmt er skv. íslenskri nútíma­máls­orða­bók skil­greint sem fjár­hags­legur ávinn­ing­ur, sparn­að­ur. Það er bara ekki nóg í dag að fram­kvæma ein­göngu á hag­kvæman hátt. Sparn­aður í krónum í dag, leiðir oft til mik­ils kostn­aðar í fram­tíð­inni. Umhverf­is­sjón­ar­mið og skil­grein­ing á því hvað sé gott fyrir sam­fé­lagið vant­ar. Vega­gerðin er nú fyrir hönd rík­is­ins aðili að Borg­ar­línu­verk­efn­inu, það væri mjög gott ef að Umhverf­is­stofn­un, Hönn­un­ar­mið­stöð, já og Skipu­lags­stofnun fengi jafn­framt að leggja hönd á plóg. Ekki sem for­ræð­is­að­il­ar, með reglu­verki eða eft­ir­lits­að­ilar heldur stofn­anir fullar af frjóu fólki sem veit hvað þarf til fram­tíð­ar.

Við þurfum á góðum stöðum að halda. Staði sem taka mið af umhverfi, útsýni, skjóli, gróðri og fólki, sem er á leið til vinnu, á leið í búð­ina, sem hitt­ist, horf­ist í augu. Við þurfum að tala meira sam­an, hald­ast í hend­ur, faðm­ast og mögu­lega kyss­ast. Allt þetta bíður gott borg­rými upp á þar sem að feg­urð og gott fólk (sam­fé­lag) mæt­ist.

Og svo þarf nýju stjórn­ar­skrána – okei bæ! 

Comments are closed.
Return top