velkomin til Íslands eða ekki

5 May 2018

Við byrjum í Dan­mörku en nýjir borg­arar í Árósum eru ævin­lega boðnir vel­komnir á borg­ara­skrif­stofu borg­ar­innar – Dokk1. Hér skráir þig þú inn er þú flyt­ur, en hér er jafn­framt boðið uppá fjöl­breytta þjón­ustu – hér er hægt að sækja um leik­skóla­pláss, vega­bréf og breyta lög­heim­ili. Afgreiðslu­tím­inn er líka breyti­legur – þannig að það er hægt að sækja þjón­ustu utan vinnu og skóla­tíma. Margt af þessu er sann­ar­lega hægt að gera raf­rænt – en við flutn­ing til borg­ar­innar gerir þú grein fyrir þér hér. Hér er líka stærsta bóka­safn borg­ar­innar (hæ mennta­mála­ráð­herra og átak í lestri!), nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki geta leigt aðstöðu, Borg­ar­línan keyrir hér undir og með­fram höfn­inni. Og rús­ínan í pylsu­end­anum – hér er stórt málm­rör (lista­verk) sem kveður mik­inn og kraft­mikið hljóm í hvert skiptir sem að nýr borg­ari fæð­ist á fæð­ing­ar­deild Árósar – vel­komin til Árós­ar, all­ir!

Það er hægt að skrifa líka þykkan doðr­ant um þetta hús – þó svo að það hefði verið hægt að útfæra það á marga vegu þá er styrkur þess stað­setn­ingin í mið­borg­inni. Hér endar áin sem er kenni­mark borg­ar­inn­ar, kant­ur­inn og höfnin faðma húsið og svo fær það að vera á sínum tíma, líkt og Dóm­kirkjan hér stein­snar frá – er frá sínum tíma. Í Árósum búa aðeins fleiri en á öllu Íslandi og því er skal­inn auð­veldur fyrir okkur eyja­búa sem hingað kom­um.

Og skiptir þetta ein­hverju máli – skiptir ein­hverju máli hvernig borg og umhverfi tekur á móti okk­ur?

Já – það skiptir öllu máli ætla ég að full­yrða. Allar ákvarð­anir sem að ríki og sveita­fé­lög taka í formi aðgeng­is, upp­lýs­inga og lög­bund­innar skildu – skiptir öllu máli í okkar dag­lega lífi. Við­horf, augn­sam­band, traust – að vera vel­kom­in!

Og hvernig skipu­leggur svo „rík­ið“ á Íslandi, hvernig stað­setur ríkið þjón­ustu sína og hugsar um aðgeng­ið? 

Tökum nýj­ustu laga­breyt­ingu (nr.80/2018 ný lög um lög­heim­ili) en þar seg­ir: Við til­kynn­ingu flutn­ings til Íslands skal sá sem flytur koma í afgreiðslu Þjóð­skrár Íslands eða á skrif­stofu við­kom­andi lög­reglu­emb­ætt­is, sanna á sér deili og skrá lög­heim­ili sitt. Skal fram­vísa gildum per­sónu­skil­ríkjum við skrán­ingu. 

Þegar að sýslu­menn á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru sam­ein­aðir þá var lík­lega verið að leita að hag­kvæmu hús­næði, góðri leigu, nægum bíla­stæðum og mögu­lega miðju út frá land­fræði­legri stað­setn­ingu. Hús­næði í Kópa­vogi varð fyrir val­inu en ég hvet ykkur til að prófa að kom­ast þangað í strætó með 3 börn og end­ur­nýja vega­bréf án þess að missa meira en hálfan vinnu­dag úr skóla og vinnu.

Og hvaða skila­boð er verið að senda almenn­ingi, nýjum og grónum borg­urum lands­ins ef að við ætlum að láta lög­reglu­emb­ættið sjá um þessa skrán­ingu – með fullri virð­ingu fyrir lög­regl­unni þá hefði ég haldið að þetta ætti frekar heima á bæj­ar­skrif­stofum sveita­fé­laga. 

En mikið væri nú samt gaman ef að „rík­ið“ gæti tæklað ákvarð­anir sínar í takt við það sem að nútíma skipu­lags­mál snú­ast um, ef að t.d. hús­næð­is­mál og laga­breyt­ingar taki mið af nýt­ingu lands, aðgengi og upp­lifun í augn­hæð fólks en ekki í gegnum bíl­rúð­ur. Það hefur sjaldan verið eins nauð­syn­legt og nú að skoða hvar og hvernig við mæt­umst sem mann­eskj­ur. Hvernig við hitt­umst og þar skiptir við­mót og fyrstu kynni miklu máli. Gerum ekki bara eitt­hvað – gerum vel og betur fyrir fólk en ekki stofn­anir og gömul kerfi.

Comments are closed.
Return top